Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsa yfir undrun á vinnubrögðum stjórnenda HSS og stjórnvalda
Mánudagur 27. janúar 2003 kl. 13:36

Lýsa yfir undrun á vinnubrögðum stjórnenda HSS og stjórnvalda

Læknaráð Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi sendi þann 20. janúar eftirfarandi yfirlýsingu frá sér til formanns stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem þau segja að skilningsleysi lýsi framgöngu stjórnenda HSS í tilraunum þeirra til að leysa vanda stofnunarinnar á Suðurnesjum. Yfirlýsingin hljóðar þannig:Yfirlýsing

Selfossi 20.01.2003

Heilbrigðisstofnunin Suðurnesjum
b/t formanns stjórnar
Skólavegi 6
Reykjanesbæ
230 Keflavík

Læknaráð Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi lýsir yfir undrun á framgangi stjórnvalda og stjórnenda Heilbrigðisstofnunnar á Suðurnesjum í tilraun þeirra til þess að leysa vanda HSS á Suðurnesjum.

Vel flestir Suðurnesjabúar hafa nú misst sinn sérmenntaða heimilislækni. Hugmynd að 7 – 8 heimilislæknar sinni 17 þúsund íbúum er fráleit og lýsir skilningsleysi stjórnenda HSS á Suðurnesjum á eðli heilsugæslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024