Lýsa yfir megnri óánægju með löggæslumál
Bæjarráð Grindavíkur lýsir yfir "megnri óánægju" með löggæslu í Grindavík og minnir á samning sem gerður var við Sýslumanninn í Keflavík þegar löggæslun var flutt frá Grindavík til Keflavíkur. Þetta segir í bókun bæjarráðs frá fundi þess í gær.
Þar skorar bæjarráð jafnframt á dómsmálaráðherra að tryggja að nægum fjármunum verði veitt til löggæslu á Suðurnesjum og að fjöldi löggæslumanna verði nægjanlegur. Óásættanlegt sé að við sameiningu embættanna á Suðurnesjum skuli löggæslumönnum fækka um átján.