Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýsa yfir ánægju með samstöðu vegna Helguvíkurhafnar
Miðvikudagur 20. október 2010 kl. 10:06

Lýsa yfir ánægju með samstöðu vegna Helguvíkurhafnar


Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær bókun þar sem lýst er ánægju með samstöðu á Alþingi vegna framkvæmda í Helguvíkurhöfn.

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með þá samstöðu sem myndast hefur á Alþingi um ríkisstuðning við framkvæmdir í Helguvíkurhöfn. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einhuga að baki frumvarpinu og vonir standa til að fleiri þingmenn styðji málið svo það verði samþykkt með sterkum meirihluta þingmanna. Það er von bæjarstjórnar að ráðherra samgöngumála taki í framhaldi af niðurstöðu Alþingis fljótt og vel á málinu og veiti Reykjaneshöfn umræddan stuðning til framkvæmda með sama hætti og verið hefur gagnvart öllum öðrum stóriðjuhöfnum á landinu. Komið hefur fram að hugsanlegar tekjur ríkisins vegna framkvæmda við álver geti numið um 1 milljarði kr. á mánuði strax á uppbyggingartíma. Höfn er óaðskiljanlegur hluti slíkra framkvæmda. Því eru fjárhagslegir hagsmunir ríkisins augljósir í að styðja við slíka framkvæmd, segir í bókuninni en undir hana skrifa allir bæjarfulltrúarnir ellefu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024