Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lyklarnir að Víkingaheimum afhentir
Þriðjudagur 24. febrúar 2009 kl. 13:56

Lyklarnir að Víkingaheimum afhentir



Þau tímamót urðu á föstudaginn að fulltrúar Víkingaheima fengu formlega afhenta lyklana að byggingunni á Fitjum sem hýsa mun Íslending í framtíðinni. Verktaki hússins, Spöng ehf, hefur þar með formlega skilað verkinu. Framundan er frágangur við lóð byggingarinnar og uppsetning á víkingasýningu Smithsonian safnsins en stefnt er að því opna nú í vor.

Byggingin, sem telur um eitt þúsund fermetra, var hönnuð af Guðmundi Jónssyni, arkitekt. Húsið er byggt utan um víkingaskipið Íslending sem Gunnar Marel Eggertsson smíðaði og sigldi til Bandaríkjanna árið 2000 í tilefni þúsund ára afmælis Vínlandsfundar Leifs Eiríkssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024