Lykla-Pétur á bakvið lás og slá

Var maðurinn vistaður í fangahúsi þar til í dag að hægt var að ræða við hann.
Lögreglu tókst að leysa ráðgátuna með tvo af þessum fjórum lyklum. Þannig var einn lykillinn af bíl verktakafyrirtækis. Bíllinn hafði horfið og fannst í nágrenni við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Annar lykill hafði hrofið af bifreiðaverkstæði í Reykjanesbæ síðdegis í gær, ásamt þráðlausum síma og peningakassa. Við húsleit í dag fannst síminn en peningakassinn er ófundinn. Hann var reyndar tómur.
Ennþá hefur lögreglan ráðgátu með tvo lykla. Um er að ræða gamla og slitna lykla. Gerir lögreglan því skóna að þeir séu af gömlum bílum, af ástandi lyklanna að dæma.