Lykill að lífsgæðum
Næstu daga streyma 16000 lyklar að lífsgæðum inn á heimili fólks á aldrinum 20-40 ára um land allt. Um er að ræða kynningu á Sandgerðisbæ þar sem stikklað er á stóru á þeim kostum sem sveitarfélagið hefur fram á að bjóða. Þar má helst nefna fjölbreytt atvinnuframboð, fjölskylduvænt umhverfi, hátt þjónustustig, lægstu þjónustugjöld á landinu, mikið lóðaframboð og frábærar samgöngur hvort um sé að ræða á landi, í lofti eða á legi.
Þessi aldurshópur varð fyrir valinu þar sem hann er líklegastur til að flytja búferlum á milli sveitarfélaga og/eða landshluta. Hins vegar er fólk á öllum aldri boðið velkomið til Sandgerðisbæjar.
VF-mynd/Margrét