Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lyftari ökklabraut mann
Fimmtudagur 15. nóvember 2012 kl. 11:14

Lyftari ökklabraut mann

Lögreglunni á Suðurnesjum var í vikunni tilkynnt um að lyftara hefði verið ekið á mann í fiskimóttöku í Garði og að maðurinn væri talinn fótbrotinn. Sá, er lyftaranum ók, hafði verið að losa fisk í flokkara.

Þegar hann bakkaði frá flokkaranum tókst ekki betur til en svo að hann ók á manninn, sem ökklabrotnaði. Sá síðarnefndi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024