Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Lýðveldisverðir“ á æfingu utan við Keflavík
Þriðjudagur 17. júní 2003 kl. 17:38

„Lýðveldisverðir“ á æfingu utan við Keflavík

Þyrlubjörgunarsveit „Lýðveldisvarðarins“, eins og gárungarnir kalla jafnan Varnarliðið þegar það sést á ferðinni á þjóðhátíðardaginn, var við æfingar utan við Keflavík í dag. Sjá mátti a.m.k. tvær björgunarþyrlur Varnarliðsins sem flugu lágt yfir haffletinum og á tíma voru þær stopp og æfðu björgun úr sjó. Íbúar Reykjanesbæjar hafa orðið mjög varir við herþotur Varnarliðsins síðustu daga, enda fer öll flugumferð nú yfir byggðina á meðan unnið er við malbikun á brautum á Keflavíkurflugvelli.Á meðan herþoturnar eru hér á landi þurfa þyrlurnar að vera til staðar og áhafnir þeirra þurfa ávallt að vera í góðri þjálfun. Þá skiptir ekki máli hvort það sé 17. júní eða 4. júlí.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024