Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lýðheilsustöð með dyravarðanámskeið
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 13:26

Lýðheilsustöð með dyravarðanámskeið

Reykjanesbær í samvinnu við Lýðheilsustöð stóð fyrir námskeiði sem heitir, ábyrgð - öllum í hag og er sérstaklega ætlað dyravörðum og starfsfólki sem afgreiðir áfengi á skemmtistöðum í Reykjanesbæ.

Tæplega  þrjátíu starfsmenn frá skemmtistöðum bæjarins sátu námskeiðið. Helstu markmið námskeiðsins er að auka færni starfsfólks til að takast á við erfiðar aðstæður og auka um leið öryggi sitt og gesta. Einnig að draga úr áfengis-og vímuefnaneyslu og þar með ofbeldi og slysum sem ofneyslu getur fylgt.  Jafnframt að koma í veg fyrir að ofurölvuðu fólki og þeim sem eru undir lögaldri sé selt eða afhent áfengi.

Ofbeldi er oftast afleiðing ágreinings og með því að leysa ágreining í tíma á að vera hægt að koma í veg fyrir ofbeldið.
Námskeiðsefnið sá Lýðheilsustöð um að þýða  frá Noregi og Svíþjóð en þar hafa slík námskeið verið haldin um árabil og í einu sveitarfélagi í Svíþjóð þar sem öll veitingahús tóku þátt í námskeiðinu hafði ofbeldi á veitingastöðum þar fækkað um 24% ári síðar.

Reykjanesbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem heldur slíkt námskeið í samvinnu við Lýðheilsustöð.

Ragnar Örn Pétursson íþrótta-og tómstundafulltrúi, Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri forvarna hjá Lýðheilsustöð og Hera Ósk  Einarsdóttir verkefnisstjóri forvarna hjá Reykjanesbæ bera saman bækur sínar áður en námskeiðið hefst. 
 

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024