ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Lýðheilsuráð óskar eftir upplýsingum frá íþróttafélögum um áfengissölu
Laugardagur 24. maí 2025 kl. 06:00

Lýðheilsuráð óskar eftir upplýsingum frá íþróttafélögum um áfengissölu

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun óska eftir upplýsingum frá íþróttafélögum bæjarins um hvort áfengi sé selt á íþróttaviðburðum og hvaða reglur gildi þá um slíka starfsemi.

Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins 15. maí, eftir að ályktun barst frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) þar sem lýst var áhyggjum af sölu áfengis í tengslum við íþróttaviðburði.

Lýðheilsuráð leggur áherslu á að skipulagning viðburða taki mið af öryggi, forvörnum og vellíðan allra þátttakenda og gesta, og telur mikilvægt að skýr viðmið og verklagsreglur séu til staðar þar sem áfengissala kemur við sögu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn