Lýðheilsugöngur í Vogum í september
- Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands
Á miðvikudögum í september kl 18 munu Þorvaldur Örn Árnason og Viktor Guðmundsson ásamt fleirum leiðsögumönnum ganga með hópa í kringum Sveitarfélagið Voga, göngurnar sem verða í boði eru:
	6. sept.   Hrafnagjá og Vogaafleggjari. (Gengið í suður)
	13. sept. Vogavík og Hólmabúð.  (Gengið í vestur)
	20. sept. Djúpivogur, Bieringstangi, eyðibýli milli Voga og Brunnastaðahverfis. (Norður)
	27. sept. Almenningsvegur, Brunnastaðalangholt, Hringurinn og Gíslaborg. (Austur).
	Ferðafélag Íslands mun vera með lýðheilsugöngur á öllu landinu í september en þær eru einn af hápunktum 90 ára afmælisdagskrá félagsins.
	Göngurnar munu fara fram í flestum sveitarfélögum landsins alla miðvikudaga í september kl. 18. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60 til 90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
	Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig í göngurnar og fara þá í lukkupott sem dregið verður úr að loknum göngum. Því fleiri göngur, því fleiri möguleikar að fá vinning. Skráning og upplýsingar má finna hér.
	Allir eru hjartanlega velkomnir í Lýðheilsugöngurnar og þátttaka er ókeypis.
Allar gönguferðirnar hefjast og enda við íþróttamiðstöðina í Vogum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				