Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lundur í nýtt húsnæði
Fimmtudagur 22. maí 2008 kl. 17:40

Lundur í nýtt húsnæði



Forvarnarverkefnið Lundur fékk gríðargóðan styrk á dögunum þegar undirritaður var samningur um afnot félagins á húsi Sjálfsbjargar í Njarðvík, þar sem Björgin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, flutti nýverið í nýtt húsnæði í Hvammi. Þar fær Lundur varanlegt húsnæði í stað þess sem er nú í 88-húsinu eitt kvöld í viku og segir Erlingur Jónssson, forvígismaður verksins, að um mikla byltingu sé að ræða. „

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er hægt að bjóða upp á meiri þjónustu. Það verður vonandi hægt að fjölga starfsdögum og bjóða upp á námskeið og annað skemmtilegt, en ég ætla að leggjast yfir þetta í sumarfríinu."

Erlingur sagðist einnig vonast til þess að hægt verði að auka þjónustu SÁÁ á svæðinu, enda er það yfirlýst markmið Lundar að þeir sem eiga við áfengis eða eiturlyfja fíkn að stríða, geti sótt sína þjónustu í heimabyggð. „Það er ennþá mikið af fólki sem fer í bæinn héðan að sunnan og ér er að reyna að auka þjónustuna þannig að þau geti sótt sinn stuðning hérna heima. Framtíðarsýn mín í þessu er svo sambærileg við það sem er í gangi á Akureyri þar sem er opið alla daga vikunnar."

Erlingur reiknar með að næsta mánudag verði síðasti dagur Lundar í 88 húsinu og í júní verði hægt að færa starfsemina alfarið inn í Sjálfsbjargarhúsið. Í sumar heldur starfið áfram, allavegana að einhverju leyti, þó sumarfrí og annað setji strik í reikninginn, Í haust hefst svo starfið af fullum krafti og segist Erlingur búast við því að nýjungar líti dagsins ljós.

„Ég hef til dæmis verið í sambandi við Miðstöð Símenntunar og ég vonast til þess að í haust förum við í samstarf um námskeið fyrir fólk sem er að koma lífi sínu á réttan kjöl. Þá bæði í námi og starfi." 


Mynd: Erlingur ásamt Hjördísi Árnadóttur, félagsmálstjóra Reykjanesbæjar, sem styrkir starfið, og fulltrúum frá Sjálfsbjörg sem sjá Lundi fyrir húsnæðinu góða. VF-mynd/Þorgils