Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lundúnatorg afhjúpað kl. 17
Föstudagur 5. september 2008 kl. 16:30

Lundúnatorg afhjúpað kl. 17

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag kl. 17.00 mun sendiherra Breta, hr. Ian Whitting, afhjúpa nýtt verk á Lundúnatorgi sem staðsett er á gatnamótum Hringbrautar og Flugvallarvegar.


Lundúnatorg er annað í röð 5 torga sem öll munu verða nefnd eftir þekktum heimsborgum. Í fyrra afhjúpaði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur listaverk eftir Ásmund Sveinsson á Reykjavíkurtorgi á mótum Hafnargötu og Flugvallarvegar. Verkefnið hefur hlotið heitið Þjóðbraut og byggir á þeirri hugmynd að Reykjanesbær sé hlið Íslands að heiminum og torgum prýddur Flugvallavegurinn eins og þjóðbraut út í hinn stóra heim.


Verkið sem nú verður afhjúpað er nákvæm eftirlíking af breskum símaklefa en hugmyndin, útfærsla og önnur vinna við verkið er unnin af þeim Þorsteini Jónssyni og Katrínu Hafsteinsdóttur hjá fyrirtækinu Kator. Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á þennan skemmtilega viðburð.