Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lundi - forvarnarverkefni - hleypt af stokkunum
Mánudagur 3. september 2007 kl. 17:38

Lundi - forvarnarverkefni - hleypt af stokkunum

Samstarfsverkefni Lundar forvarnarverkefni, SÁÁ og Reykjanesbæjar um göngudeildarþjónustu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra var hleypt af stokkunum í 88 – Húsinu, í dag. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Erlingur Jónsson, forsvarsmaður Lundar, og Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ.


Í tilkynningu segir að meginmarkmið verkefnisins sé að styðja við þá starfsemi sem til staðar er í sveitarfélaginu, efla þjónustu við heimabyggð og auka nærþjónustu. Með auknu samstarfi og fræðslu er lögð áhersla á að efla þá þekkingu sem er til staðar og styrkja samfélagslega uppbyggingu.

Göngudeildarstarfsemin verður opin alla mánudaga í vetur  og verður boðið uppá viðtöl, eftirfylgni, fræðslu og upplýsingamiðlun fyrir einstaklinga og fjölskyldur, auk þjónustu við stofnanir og samstarfsaðila í vímuvörnum á Suðurnesjum.

Í niðurlagi tilkynningar segir: „Leitað er eftir samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem starfa að vímuvörnum, með það að leiðarljósi að þetta nýja verkefni sem nú er verið að fylgja úr hlaði, gagnist sem best og mæti þeim þörfum sem til staðar eru í okkar samfélagi.“

VF-mynd/Þorgils - Erlilgur Jónsson, forsvarsmaður Lundar, í pontu á fundinum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024