Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lumar þú á hugmynd að byggðamerki Suðurnesjabæjar?
Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 17:56

Lumar þú á hugmynd að byggðamerki Suðurnesjabæjar?

Í framhaldi af því Suðurnesjabær hefur fengið nafn þá vinnur bæjarstjórn sveitarfélagsins nú að því að láta hanna byggðamerki (logo) fyrir Suðurnesjabæ. Unnið er að verkefninu í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið, sem mun fullhanna byggðamerkið.  
 
Á fundi bæjarstjórnar þann 9. janúar 2019 voru til umfjöllunar hugmyndir að byggðamerki og er markmið að hið fyrsta verði byggðamerkið valið.
 
Á vef Suðurnesjabæjar segir í frétt að bæjarstjórn gefi þeim sem vilja, kost á að koma á framfæri hugmyndum um byggðamerki, sem mætti byggja á við hönnun merkisins.
 
Þeim sem vilja koma hugmyndum um byggðamerki á framfæri er bent á að senda þær til Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra í netfangið [email protected].
 
Ekki er óskað eftir teiknuðu eða hönnuðu byggðamerki, heldur hugmyndum um efni merkis sem geta falist í einni setningu eða jafnvel einu orði. 
 
Frestur til að skila inn hugmyndum er til miðnættis þriðjudaginn 15. janúar 2019.
 
 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024