Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 6. júlí 2003 kl. 18:26

Lufthansa-þota lenti á Keflavíkurflugvelli með sjúkling

Breiðþota frá þýska flugfélaginu Lufthansa lenti fyrr í dag á Keflavíkurflugvelli vegna veiks farþega sem þurfti að komast strax undir læknishendur. Þotan sem er af gerðinni Boeing 747 var á leið frá Frankfurt til Vancover í Kanada þegar flugstjórinn bað um að fá að lenda hér á landi.Að sögn Óskars Þórmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli, var sjúklingurinn eldri kona sem varð meðvitundarlaus um borð í flugvélinni. Konan var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur, segir á vef Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024