Lufthansa hættir flugi til Keflavíkur
Stærsta flugfélag Þýskalands og eitt það stærsta í heimi hættir að fljúga hingað til lands. Dótturfélag fyrirtækisins tekur við keflinu.
Undanfarin ár hefur þýska flugfélagið Lufthansa flogið beint til Keflavíkur frá Berlín, Dusseldorf og Hamburg í Þýskalandi. Flug til Íslands heyrir þó brátt sögunni til hjá félaginu. Það staðfestir talskona félagsins við Túrista.is. Hún segir að félagið ætli að einbeita sér að flugi til og frá Frankfurt og Munchen en láta dótturfélagi Lufthansa, German Wings, eftir allar aðrar flugleiðir. Það er ekki á döfinni hjá stjórnendum Lufthansa að hefja flug hingað frá Frankfurt eða Munchen.
German Wings verður eitt það umsvifamesta í Keflavík
Með þessum breytingum fjölgar flugleiðum lággjaldaflugfélagins German Wings frá Íslandi úr tveimur í fimm. Því auk flugs til Dusseldorf, Hamborgar og Berlínar þá mun félagið áfram bjóða upp á ferðir til Kölnar og Stuttgart í sumar líkt og undanfarin ár. German Wings er eina félagið sem flýgur héðan til Kölnar en sumarið 2012 spreyttu bæði Iceland Express og Wow Air sig á flugi til þýsku borgarinnar.
Af erlendu flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli þá eru það bara Airberlin og Easy Jet bjóða upp á flug til jafn margra staða og German Wings mun gera næsta sumar.