Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lufthansa flýgur til Keflavíkur allt árið
Vél frá Lufthansa á Keflavíkurflugvelli eftir að slagsmál brutust út um borð. Félagið mun nota Airbus A320 þotur í Keflavíkurflugið en vélin á myndinni er Boeing 747. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 8. júní 2017 kl. 14:57

Lufthansa flýgur til Keflavíkur allt árið

- Flogið þrisvar í viku

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur tilkynnt um að það muni bæta Keflavíkurflugvelli við sem heilsársáfangastað nú í haust. Félagið hefur síðastliðin ár flogið til Keflavíkur frá Frankfurt yfir sumartímann en mun næsta vetur fljúga þrisvar í viku milli áfangastaðanna.

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að ástæðan sé mikil eftirspurn. Isavia hefur haft það sem markmið að fjölga flugfélögum sem fljúga til landsins allt árið og rímar það við markmið ferðaþjónustunnar um að minnka árstíðarsveifluna í ferðaþjónustu. Það er sérlega ánægjulegt að Lufthansa bætist í hóp heilsársfélaga því Þjóðverjum hefur ekki fjölgað jafnmikið yfir vetrartímann og ferðamönnum annarra þjóða og því mikil tækifæri sem liggja í því að kynna Þjóðverjum íslenskan vetur. Frankfurt flugvöllur er stór tengiflugvöllur og mun þessi viðbót Lufthansa einnig bæta tengingar frá Íslandi til fjölda áfangastaða í bæði Evrópu og Asíu í gegnum Frankfurt.

Helstu upplýsingar:
·         Flogið þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum frá 29. október 2017
·         LH1416: FRA 11:40 – 14:35 KEF
·         LH1417: KEF 15:25 – 20:05 FRA
·         Flogið verður á Airbus A320
·         Vegalengd 2.408 km, 1.300 sjómílur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024