Lúðrasveitin hitar upp fyrir tónleikaferð
Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík fer í tónleikaferð til Bandaríkjanna um páskana. Í tilefni ferðarinnar mun Lúðrasveitin halda tónleika í Kirkjulundi næstkomandi föstudag. Kjarninn úr Lúðrasveitinni hefur lengi spilað saman og meðal annars unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Síðastliðið ár hafa nýir krakkar verið að stíga sín fyrstu skref með Lúðrasveitinni og hafa þau æft saman í um ár. Karen Sturlaugsson, stjórnandi Lúðrasveitarinnar, segir það eftirtektarvert hversu vel nemendur vinna saman þrátt fyrir aldursmun á sumum. Spilað verður mjög blandað efni á tónleikunum, allt frá frumsömdu efni frá Lúðrasveitinni í söngleikjalög og jazz ásamt íslenskum lögum.
38 meðlimir Lúðrasveitarinnar ásamt fararstjórum og Karen Sturlaugsson, stjórnanda og Eyþórs Kolbeinssonar, aðstoðar stjórnanda, halda út til Washington í Bandaríkjunum um páskana og munu þar spila meðal annars á stórhátíð, í skemmtigarði og í skólum Bandaríkjanna. Þá munu þau nota ferðina og fara á tónleika og í skoðunarferðir um Bandaríkin.
VF-Myndir/Bjarni - Af æfingu Lúðrasveitarinnar í gær.
38 meðlimir Lúðrasveitarinnar ásamt fararstjórum og Karen Sturlaugsson, stjórnanda og Eyþórs Kolbeinssonar, aðstoðar stjórnanda, halda út til Washington í Bandaríkjunum um páskana og munu þar spila meðal annars á stórhátíð, í skemmtigarði og í skólum Bandaríkjanna. Þá munu þau nota ferðina og fara á tónleika og í skoðunarferðir um Bandaríkin.
VF-Myndir/Bjarni - Af æfingu Lúðrasveitarinnar í gær.