Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lúðrablástur í Kirkjulundi
Mánudagur 22. nóvember 2004 kl. 12:00

Lúðrablástur í Kirkjulundi

Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar buðu til hausttónleika í Kirkjulundi sl. föstudag.

Fram komu nemendur í lúðrasveit A og B en mikil gróska er í öllu hljómsveitastarfi innan skólans.

Einleikarar voru meðlimir bæjarstjórnarbandsins þau Árni Sigfússon bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson og Sveindís Valdimarsdóttir bæjarfulltrúar. Sýndi þau glæsileg tilfrif á þríhorn, hristur og sembal en hápunkturinn var einleikur þeirra í verkinu 1812 þar sem þau sprengdu blöðrur í gríð og erg til þess að líkja eftir flugeldum.

Tónleikarnir voru liður í fjáröflun eldri lúðrasveitar sem hyggst leggjast í víking á komandi vori en frá þessu var greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024