Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Losunarheimildir til Helguvíkurálvers
Þriðjudagur 30. september 2008 kl. 18:00

Losunarheimildir til Helguvíkurálvers

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Álver Norðuráls í Helguvík fékk í dag úthlutað losunarheimildum fyrir gróðurhúsalofttegundir. Norðurál fær 539 þúsund tonna úthlutun vegna fyrri áfanga Helguvíkurálvers.


Úthlutunarnefnd losunarheimilda úthlutaði einnig heimildum til Alcoa Fjarðaáls og Rio Tinto Alcan en samtals var úthlutað rúmum 720 þúsund tonnum í dag.


Tomahawk Development í Helguvík var meðal umsækjenda um losunarheimildir fyrir fyrirhugaða starfsemi sína. Að mati úthlutunarnefndarinnar voru ekki forsendur til að úthluta því fyrirtæki heimildum að þessu sinni.


Nefndin hyggst auglýsa losunarheimildir til umsóknar á næsta ári og gefst þá tækifæri til að senda inn nýjar umsóknir. Þá verða eftir til ráðstöfunar um 1,1 milljón losunarheimilda.


Mynd: Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.