Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Losaðir úr skafli
Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 09:44

Losaðir úr skafli

Nokkuð var um útköll í gær sökum veðuraðstæðna. Minniháttar umferðaróhapp varð á Flugvallarvegi í Reykjanesbæ þar sem smávægilegar skemmdir urðu á ökutæki.

Um kl. 16 var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út til að aðstoða ökumann sem hafði fest bifreið sína á Suðurstrandarvegi og rétt undir miðnætti var björgunarsveit úr Hafnarfirði kölluð að Kleifarvatni til að losa bifreið sem var föst í snjó.

Í nótt voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut við Grænás, en þeir voru á rúmlega 90 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 70.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024