Fréttir

 Losaði sig við ruslið við Reykjaneshöllina
Miðvikudagur 16. maí 2012 kl. 12:50

Losaði sig við ruslið við Reykjaneshöllina

Stór haugur af rusli var kominn í morgun á opið svæði við Reykjaneshöllina. Þar voru rúmdýnur, borð og fjölmargir sorppokar með margvíslegum úrgangi. Starfsmaður frá Reykjanesbæ var svo kominn á tíunda tímanum til að fjarlægja ruslið og koma því til eyðingar hjá Kölku í Helguvík.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Víkurfréttir fengu um það ábendingu í morgun að vitað væri hvaðan ruslið hafi komið og ástæðan fyrir því að það var skilið eftir á horninu við Reykjaneshöllina væri einfaldlega sú að viðkomandi hafi ekki ráð á að greiða uppsett gjald fyrir eyðingu hjá Kölku.

Myndirnar eru af ruslahaugnum við Reykjaneshöllina og þegar bæjarstarfsmaður fjarlægði það á tíunda tímanum í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson