Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lordi eru frá vinabæ Grindavíkur
Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 15:26

Lordi eru frá vinabæ Grindavíkur

Íbúar bæjarins Rovaniemi eru að rifna af stolti þessa dagana eftir að þungarokkshljómsveitin Lordi sigraði í Eurovision. Þessir öldungis ófrýnilegu þokkapiltar eru nefnilega frá Rovaniemi, sem er vinabær Grindavíkur.

Verið er að skipulegga nýjan miðbæjarkjarna í bænum og hefur bæjarstjórinn gefið það út kinnroðalaust að torgið í nýja miðbænum verði nefnt eftir þessu stolti bæjarbúa. Bæjarfirvöld í Rovaniemi bjóða einnig finnska sjónvarpinu afnot af því sem þeir kalla „Lappi Areena“ fyrir næstu Eurovision keppni, sem væntanlega mun verða undirlögð af þungarokkshljómsveitum á næsta ári, svona í ljósi sögunnar.

Rovaniemi er sumsé vinabær Grindavíkur að því er fram kemur á vef Grindavíkurbæjar í dag, og voru sérlegar hamingjuóskir sendar þaðan af þessu tilefni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024