Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lopapeysupartý og sjósund á Suðurnesjabæjardögum
Miðvikudagur 23. ágúst 2023 kl. 10:06

Lopapeysupartý og sjósund á Suðurnesjabæjardögum

Það er ýmislegt við að vera á Suðurnesjabæjardögum í dag, miðvikudag.

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar stendur fyrir lopapeysupartýi í Þorsteinsbúð, björgunarsveitarhúsinu í Garðinum, í kvöld kl 21:30 – 23:00. Daniil og Sigurður Smári mæta og halda uppi stemningu. Frítt er á viðburðinn sem er áfengis- og vímuefnalaus, léttar veitingar verða í boði og öll 15 ára og eldri eru hvött til þess að mæta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðríður S Brynjarsdóttir (Gauja) leiðir sjósund úti á Garðskaga og hefst sjósundið kl 20:30.

Bókasafnið stendur fyrir föndurstund fyrir alla þá sem vilja frá kl 14:00 - 17:00

Fjölskyldubingó verður í samkomuhúsinu í Sandgerði kl 17:00-19:00 Pizzusala og sjoppa á staðnum.

Partýspinning verður í íþróttamiðstöðinni í Garði kl. 17:30. Álfheiður spinningkennari stendur fyrir partýspinning í 90 mínútur.

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar stendur fyrir Streetball móti (körfuboltamót) kl 19:30 og er keppnin haldin í Gerðaskóla.

Nánar má lesa um dagskrá Suðurnesjabæjardaga á vef bæjarfélagsins, sudurnesjabaer.is