Löngu tímabært að leggja fram aðgerðaáætlun
Bæjarráð Grindavíkur fagnar fram kominni þingsályktunartillögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum og tekur jafnframt undir rökstuðning og skýringar í umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 11. mars sl. um tillöguna.
„Það er löngu tímabært að leggja fram aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta fordæmalausri fólksfjölgun á svæðinu,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur.