Löngu námskeiði lokið
Ingunn Rögnvaldsdóttir er ein af þeim 17 konum sem útskrifuðust frá Miðstöð símenntunnar á Suðurnesjum sem Stuðningsfulltrúi í dag. Hún var spurð að því hvort nám sem þetta hefði mikið að segja fyrir hana í vinnunni, „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur sem störfum sem stuðningafulltrúar í skólunum. Þetta nám kennir okkur að takast betur á við þá einstaklinga sem eru annað hvort fatlaðir eða mjög erfiðir nemendur og núna skiljum við þeirra vandamál mun betur. Fatlaðir einstaklingar hafa rétt á því að ganga í skóla í sinni heimabyggð og þá verður að vera hæft starfsfólk til að sinna því", sagði Ingunn. Hún hóf störf við Njarðvíkurskóla haustið 1999 og byrjaði um leið í þessu námi hjá MSS. „Svona námskeið opna ansi mikið hjá manni og maður verður betri í að aðstoðas nemendurna í grunnskólanum, sama hvort þeir eru fatlaðir eða ekki", sagði Ingunn brosandi að lokum, áður en hún fór og fékk sér marsípan köku og kaffi með skólasystrum sínum, í boði Miðstöðvar símenntunnar á Suðurnesjum í tilefni áfangans.