Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 11. júní 2002 kl. 21:10

Löng bílaröð á leið til Njarðvíkur

Mikil bílaröð er á nú á leið til Njarðvíkur til að mótmæla því að iðkendum Falun Gong sem komu til landsins í dag er haldið í Njarðvíkurskóla til að koma í veg fyrir að þeir geti staðið fyrir mótmælum í tengslum við komu Jiang Zemin, forseta Kína til landsins. Viðmælandi Vísis sagði að bílaröðin næði svo langt sem augað eygir.

Fjöldi fólks safnaðist saman við Perluna um átta leytið og lagði þaðan af stað til Njarðvíkur. Áður en lagt var af stað merktu menn bíla sína gula litnum sem er einkennislitur Falun Gong-hreyfingarinnar.

Vísir.is greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024