Löng bílalest til Grindavíkur
Löng bílalest er nú á Krýsuvíkurvegi og Suðurstrandarvegi á leið til Grindavíkur. Björgunarsveitir og lögregla taka á móti Grindvíkingum sem hafa leyfi til að fara inn á skilgreint svæði til að sækja nauðsynjar. Móttökusvæðið er á bílastæði við Fagradalsfjall.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, blaðamaður Víkurfrétta, er í röðinni og tók meðfylgjandi mynd. Sigurbjörn er Grindvíkingur og var að störfum utan Grindavíkur síðasta föstudag og hafði ekki komist heim til sín áður en bærinn var rýmdur. Hann er því að komast heim til sín núna til að setja í tösku það sem þarf til að komast í gegnum daglegt lí.
Hér er listi yfir götur þar sem íbúar mega sækja nauðsynjar í fylgd viðbragðaðila.
Íbúar og fyrirtæki austan megin við Víkurbraut og norðan við Austurveg eru í fyrsta hópi:
Víkurhóp
Norðurhóp
Hópsbraut
Suðurhóp
Efrahóp
Austurhóp
Miðhóp
Vesturhóp
Stamphólsvegur
Víðigerði
Austurvegur
Mánagata
Mánasund
Mánagerði
Túngata
Arnarhlíð
Akur
Steinar
Marargata
Fyrirtæki við:
Hafnargötu
Seljabót
Miðgarð
Ránargötu
Ægisgötu (sunnan við Seljabót)
Garðsvegur
Verbraut
Víkurbraut
Hafnarsvæðið