Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lonely Planet velur Víkingaheima „Top Choice“
Þriðjudagur 21. maí 2013 kl. 16:11

Lonely Planet velur Víkingaheima „Top Choice“

Víkingaheimar í Reykjanesbæ eru metnir „fyrsta val“ eða „Top choice“ í nýrri útgáfu Íslandsbókar frá stærsta ferðatímariti heims, Lonely Planet, Þegar fjallað er um Reykjanes.

„Hinir fallegu Víkingaheimar eru forn-norræn sýningarmiðstöð í hrífandi arkitektoniskri byggingu“, segir m.a. í lýsingu Lonely Planet. Miðdeplinum er að sjálfsögðu lýst sem Víkingaskipinu Íslendingi. Einnig er farið jákvæðum orðum um fornmuni og minjar sem sýndar séu á jarðhæð auk sýningarinnar um Örlög guðanna. Þá er minnst á Landnámsdýragarðinn í nágrenni sýningarhússins.

„Það er frábært að Víkingaheimar nái þessari jákvæðu umsögn frá jafn víðlesnum útgefanda ferðabóka. Við höfum lagt allt kapp á að skapa aðstæður hér í nágrenni flugvallarins sem hvetji ferðamenn til að staldra við í bænum okkar. Með þessum jákvæðu dómum um Víkingaheima er vonandi að myndast mikilvægur segull sem gerir það“, segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024