Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. febrúar 2002 kl. 10:30

Löndunarbið í Sandgerðishöfn

Birtingur NK 119, bíður löndunar í Sandgerðishöfn, en í gær var hluti aflans tekinn í frystingu. Bræðsluverksmiðjan er full og búist við að hægt verði að byrja að landa úr Birtingi í kvöld.Karl Einarsson, vigtarmaður, segist ekki eiga von á fleiri loðnuskipum fyrr en pláss verði komið í verksmiðjunni til að taka á móti loðnu í bræðslu. Hann segir einnig að tryllurnar hafi verið að kroppa sæmilega, þá daga sem þær hafi komist á sjó vegna veðurs. Ekkert verður byrjað á netaveðum fyrr en loðnan hefur gegnið yfir og Karl segir tíðina í vetur hafa verið sjómönnum mjög erfiða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024