Löndunarbið í Grindavík - góð þorskveiði
 Löndunarbið var hjá smábátaflotanum í Grindavík í kvöld. Fjöldi báta kom í land á sama tíma eftir gott fiskirí í dag.Hafnarvörður sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að löndun úr litlu línubátunum væri seinleg og því bið eftir að komast undir krana.
Löndunarbið var hjá smábátaflotanum í Grindavík í kvöld. Fjöldi báta kom í land á sama tíma eftir gott fiskirí í dag.Hafnarvörður sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að löndun úr litlu línubátunum væri seinleg og því bið eftir að komast undir krana.Aðalumræðuefnið á kajanum var síðan slitin á meirihlutasamstarfinu í Grindavík og voru skiptar skoðanir um framhaldið.
Á stóru myndinni er verið að landa úr Brynjari GK 22. Þar biðu menn ekki eftir krananum, heldur notuðu handaflið við að koma aflanum úr bátnum og í kar uppi á bryggju.,
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				