Lönduðu 11 túnfiskum í Grindavík
Skipverjarnir á Jóhönnu Gísladóttur á sinni þriðju vertíð
Skipverjarnir á Jóhönnu Gísladóttur frá Grindavík lönduðu 11 túnfiskum í Grindavíkurhöfn á þriðjudaginn s.l., en þetta er þriðja sumarið í röð sem Jóhanna heldur til túnfiskveiða. Fiskurinn var strax gerður klár til útflutnings en hann fer með flugi til Japans beint á markað. Kvótinn.is tók Ólaf Óskarsson skipstjóra tali þar sem hann segir þetta vera fína fiska og suma hverja vel feita. Þeir hafi verið í kringum tveggja metra langir og sá lengsti 240 cm.