Lokun herstöðvarinnar í Keflavík óumflýjanleg?
Bandaríkjamenn geta skorið verulega niður útgjöld til varnarmála með því að leggja niður úreltar herstöðvar í Evrópu. Breskur sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir að þegar til lengri tíma sé litið hljóti Bandaríkjamenn að loka herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Mark Joyce er yfirmaður Atlantshafsdeildar Royal United Services Institute í Lundúnum, sem er rannasókna- og ráðgjafastofnun í varnar og öryggismálum.
Joyce sagði á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í morgun að Keflavíkurflugvöllur væri lítill hlekkur í keðju bandarískra kaldastríðsherstöðva í Evrópu sem margar hverjar væru úreltar. Bandaríkjamenn væru að skera niður útgjöld til varnarmála. Liður í þeim sparnaði og augljós kostur væri að loka þessum herstöðvum, þar á meðal herstöðinni í Keflavík.
Mark Joyce er yfirmaður Atlantshafsdeildar Royal United Services Institute í Lundúnum, sem er rannasókna- og ráðgjafastofnun í varnar og öryggismálum.
Joyce sagði á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í morgun að Keflavíkurflugvöllur væri lítill hlekkur í keðju bandarískra kaldastríðsherstöðva í Evrópu sem margar hverjar væru úreltar. Bandaríkjamenn væru að skera niður útgjöld til varnarmála. Liður í þeim sparnaði og augljós kostur væri að loka þessum herstöðvum, þar á meðal herstöðinni í Keflavík.