Mánudagur 21. september 2020 kl. 14:24
Lokuðu Víkurbraut vegna fokhættu
Víkurbraut í Keflavík var lokað um stund í gærdag vegna fokhættu frá háhýsi við götuna. Klæðning var laus á efstu hæð fjölbýlishúss við götuna.
Stór plata var laus og slóst til í sterkum vindinum. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru á staðnum ásamt lögreglumönnum.