Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loksins væta í kortunum
Fimmtudagur 5. júlí 2007 kl. 09:52

Loksins væta í kortunum

Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Hæg norðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en norðaustan 5-10 m/s eftir hádegi og fer að rigna um austanvert landið og vestanlands í kvöld. Austan 3-8 og skýjað með köflum á morgun, en skúrir sunnan til. Hiti víða 13 til 18 stig að deginum, en mun svalara á Norður- og Austurlandi.

Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en norðaustan 5-10 og dálítil rigning í kvöld. Hægari og skúrir á morgun. Hiti 13 til 18 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og dálítil rigning í flestum landshlutum, fyrst norðaustanlands en síðan suðvestanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag: Norðaustlæg átt og skýjað með köflum, en þokuloft úti við norður- og austurströndina. Áfram hlýtt sunnanlands -og vestan. Á mánudag: Norðaustanátt , skýjað norðan- og austanlands en úrkomulítið en skúrir suðvestantil. Lítið eitt kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustlæg átt. Vætusamt norðan- og austanlands. Hiti 7 til 15 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024