Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loksins rignir
Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 09:27

Loksins rignir

Klukkan 06.00 í morgun var fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skúrir voru á Snæfellsnesi og í Dölunum en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti var frá frostmarki á Þingvöllum en hlýjast var 12 stig á Bjargtöngum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir suðvestan- og vestanlands en annars léttskýjað. Suðaustan 5-10 og dálítil rigning eða súld öðru hverju suðvestantil á morgun, en annars hægari og skýjað með köflum Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðaustantil, en 2 til 7 stig inn til landsins að næturlagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024