Loksins parket á B-salinn
Þessa dagana er staðið í stórræðum í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Margir hafa eflaust beðið eftir því að sjá þessa sjón en verið er að skipta út dúknum á gólfi B-salarins í húsinu. Setja á eins parket á salinn og er í aðalsalnum og er sannarlega kominn tími til. Áætlað er að parketið verði komið á í lok júní.