Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loksins ferskt vatn í Höfnum
Miðvikudagur 24. janúar 2007 kl. 16:29

Loksins ferskt vatn í Höfnum

Íbúar Hafna hafa löngum kvartað undan óhæfu drykkjarvatni í krönum. Selta í vatninu mældist yfir mörkum, en nú geta Hafnarbúar loks tekið gleði sína því í dag var formlega tekin í notkun hreinsibúnaður sem skilar íbúum hverfisins gæðavatni.

Tvær borholur hafa séð Hafnamönnum fyrir vatni, önnur frá 1963 og hin frá 1986, en seltan í vatninu hefur verið yfir mörkum vegna þess hve þær eru nálægt sjó og vegna þess hve þunnt ferskvatnslagið er sem liggur ofan á undirliggjandi sjó.

Styrkur seltunnar mátti að hámarki vera 250 mg á hvern lítra en samkvæmt rannsóknum var magnið allt frá 250 upp í 350 mg á lítra.

Hitaveita Suðurnesja, Umhverfisstofnum og Heilbrigðiseftrilit Suðurnesja unnu saman að lausn á málinu og var ákveðið að hreinsa vatnið í stað þess að bora nýja holur og var ákveðið að nanó-síur væru besta lausnin, enda er þar ekki notuð nein efni til hreinsunarinnar.

Þetta er að því er næst verður komið fyrsta vatnshreinsistöð landsins þar sem notast er við nano síur, en þí því felst að borholuvatni er dælt í gegnum síurnar sem sía burt tvígildar jónir svo og stór mólikúl ss. klóríð, eða seltuna, og flest önnur uppleyst efni í sjónum. Síurnar grípa efnisagnir allt niður í einn milljónasta úr millimetra á breidd.

Hreinsað vatnið er svo blandað að nýju saman við borholuvatnið þannig að ákjósanleg selta náist, en fullhreinsað er vatnið ekki gott til drykkju.

Jón Borgarsson, borgarstjórinn í Höfnum, dreypti á glasi við vígsluna og skálaði við Árna Sigfússon og Júlíus Jónsson, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, og líkaði þeim öllum vel að sögn.
 

VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024