Lokið við að skipa samráðsnefnd um atvinnumál á Suðurnesjum í dag
Forsætisráðherra mun ljúka við að skipa samráðsnefnd um atvinnumál á Suðurnesjum í dag. Nefndin verður stærri en í upphafi var gert ráð fyrir þar sem verkalýðsfélögin á svæðinu óskuðu eftir aðild að henni og varð ráðherra við þeirri beiðni.
Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar alþingismanns og formanns Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sveitarfélögin hafa fyrir löngu skipað sína fulltrúa í nefndina en staðið hefur á tilnefningum ríkisins í fimm vikur.
Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri óheppilegt að þessi dráttur hafi orðið á málinu. Hann á von á að nefndin geti hafið störf á næstu dögum.
Jón Gunnarsson sagðist á Alþingi í gær geta skilið ef upp hafa komið einhverjar hugmyndir um að það þyrfti að útvíkka þennan hóp, að það hafi tekið einhvern tíma að velta því fyrir sér með hvaða hætti yrði brugðist við slíkum óskum, en lagði á það mikla áherslu að ekki líði margir dagar í viðbót þangað til hægt verður að skipa í þennan hóp. Því hver einasta vika, hver einasti dagur sem líður, án þess að þetta samráð eigi sér stað, þýði að menn séu að missa af tækifærum. „Við erum að missa af tækifærum til að hafa áhrif og jafnvel stýra einhverri atburðarás sem fram fer uppi á flugvelli eftir að varnarliðið er farið“.
Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar alþingismanns og formanns Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sveitarfélögin hafa fyrir löngu skipað sína fulltrúa í nefndina en staðið hefur á tilnefningum ríkisins í fimm vikur.
Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri óheppilegt að þessi dráttur hafi orðið á málinu. Hann á von á að nefndin geti hafið störf á næstu dögum.
Jón Gunnarsson sagðist á Alþingi í gær geta skilið ef upp hafa komið einhverjar hugmyndir um að það þyrfti að útvíkka þennan hóp, að það hafi tekið einhvern tíma að velta því fyrir sér með hvaða hætti yrði brugðist við slíkum óskum, en lagði á það mikla áherslu að ekki líði margir dagar í viðbót þangað til hægt verður að skipa í þennan hóp. Því hver einasta vika, hver einasti dagur sem líður, án þess að þetta samráð eigi sér stað, þýði að menn séu að missa af tækifærum. „Við erum að missa af tækifærum til að hafa áhrif og jafnvel stýra einhverri atburðarás sem fram fer uppi á flugvelli eftir að varnarliðið er farið“.