Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokatónleikar Söngvaskálda á Suðurnesjum
Laugardagur 2. apríl 2016 kl. 11:07

Lokatónleikar Söngvaskálda á Suðurnesjum

- Jóhann Helgason er vanmetinn listamaður

Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum verða haldnir í Hljómahöll fimmtudaginn 7. apríl og að þessu sinni tileinkaðir Jóhanni Helgasyni.

Aðstandendur tónleikaraðarinnar eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson og eru þau að sögn Dagnýjar ánægð með viðtökunar sem framtakið hefur fengið en uppselt var á tónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar og fullt hús á Sigvalda Kaldalóns en þeir tónleikar voru jafnframt fluttir á menningarviku í Grindavík á dögunum.

„Okkur fannst áhugavert að láta á það reyna hvort áhugi væri á slíkum söngvakvöldum þar sem blandað er saman fróðleik um okkar ríka tónlistararf og söngvaskáld og tónlistin flutt í heimilislegu andrúmslofti. Það hefur nú bara tekist nokkuð vel, þótt við segjum sjálf frá og aldrei að vita nema við endurtökum leikinn á næstaári. Það er í það minnsta nokkuð víst að söngvaskáldin mun ekki skorta“, segir Dagný sem er nú að leggja lokahönd á handritið um Jóhann. „Hann er alveg ótrúlega fjölhæfur og afkastamikill listamaður og að mínu mati hefur hann ekki verið metinn að verðleikum, það eru t.d.fáir sem vita það að hann var fyrstur Íslendinga til þess að fá útgáfusamning erlendis þótt heimsfrægðin hafi aðeins látið standa á sér. Svo er hann höfundur eins ástsælasta lags allra tíma sem er lagið Söknuður en þar á annað sönvaskáld, Vilhjálmur Hólmar textann. Þannig fléttast sögur þessara söngvaskálda  skemmtilega saman,“ segir Dagný og bætir því jafnframt við að það sé skemmtilegt að þessu sinni að söngvaskáldið sem fjallað er um sé sprelllifandi og verði  að sjálfsögðu heiðursgestur á tónleikunum.

Hér að neðan fylgir með brot úr laginu flotta Sweet Mary Jane. Þetta fínlega lag tekur Elmar á sinn hátt með undirleik félaga síns Arnórs Vilbergssonar  á æfingu hjá þeim nýlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
 
Jóhann Helgason - Söngvaskáld á Suðurnesjum

Frá æfingu fyrir síðustu tónleika raðarinnar 7. apríl sem tileinkaðir verða Jóhanni Helgasyni - alltaf gaman hjá þeim félögum Elmari Þór og Arnóri.

Posted by Söngvaskáld á Suðurnesjum on 1. apríl 2016