Lokatölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokki
Engar breytingar urðu frá fyrstu tölum í efstu sex sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar lokatölur voru birtar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fór í dag, laugardaginn 26.febrúar 2022. Margrét Sanders fékk góða kosningu í efsta sæti og Guðbergur Reynisson varð annar og Helga Jóhanna Oddsdóttir varð þriðja.
Samtals voru greidd 1352 atkvæði eða 40,6% kjörsókn.
Auðir og ógildir seðlar voru 40.
Akvæði hafa fallið þannig :
Í 1.sæti er Margrét Ólöf A Sanders með 1067 atkvæði í 1.sæti
Í 2.sæti er Guðbergur Reynisson með 813 atkvæði í 1.-2. sæti
Í 3.sæti er Helga Jóhanna Oddsdóttir með 497 atkvæði í 1.-3.sæti
Í 4.sæti er Alexander Ragnarsson með 468 atkvæði í 1.-4.sæti
Í 5.sæti er Birgitta Rún Birgisdóttir með 655 atkvæði í 1.-5. sæti
Í 6.sæti er Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með 678 atkvæði í 1.-6.sæti.
Hér er frétt frá fyrstu tölum og viðtal við Margréti Sanders, oddvita.