Lokatölur í Grindavík: Framsókn og G-listi sigurvegarar
Óhætt er að segja að Framsóknarflokkurinn og G-listinn séu sigurvegarar í Grindavík. Framsókn bætti við sig manni og verður með þrjá bæjarfulltrúa á komandi kjörtímabili. Þá náði G-listinn inn tveimur mönnum en þar er nýtt framboð á ferðinni.
Lokatölur í Grindavík eru eftirfarandi:
B-listi Framsóknarflokks: 493 atkvæði og 3 menn
D-listi Sjálfstæðisflokks: 304 atkvæði og 1 maður
G-listi Listi Grindvíkinga: 359 atkvæði og 2 menn
S-listi Samfylkingar: 229 atkvæði og 1 maður
V-listi Vinstri grænna: 77 atkvæði og enginn fulltrúi.
Auðir og ógildir: 45
Kjörsókn: 1507 manns eða 80,7%.
Mynd - Svona verður skipan bæjarfulltrúa í Grindavík á nýju kjörtímabili.