Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. febrúar 2001 kl. 07:12

Lokasprettur deildarkeppninnar

Á morgun hefst lokasprettur deildarkeppninnar í EPSON deildinni og nágrannarnir Keflavík og Njarðvík berjast hörðum höndum um deildarmeistaratitilinn. Njarðvíkingar eru með 2 stiga forskot og standa betur í innbyrðis viðureignum liðanna en eftir að hafa verið óvinnandi vígi eftir áramót setti þá í brók gegn Gumma Braga og Haukum hans á dögunum og eiga erfiða leiki eftir. KR á morgun, síðan Valsmenn og síðast Grindvíkingar í Grindavík. Keflavík á góða möguleika á toppsætinu, þeir eiga Þórsara í kvöld og heimsækja Borgarnes á sunnudag. Þeirra lokaleikur verður gegn fallistum KFÍ og mig grunar að atlaga verði gerð að stigameti liðsins, á Sunnubrautinni, það kvöldið. Grindvíkingar eru í vondum málum, sitja í 7. sæti og eiga Hauka, KR og Njarðvík eftir. Þeir sleppa þó líklegast með skrekkinn vegna innbyrðis baráttu ÍR og Borgarness um 8. sætið. Tímabilið sem slíkt hlýtur þó teljast með þeim slakari í sögu Grindavíkur, þrátt fyrir Kjörísbikarsigurinn, og vinningshlutfallið undir 50%. Svo virðist sem pappírslið Grindavíkur, spáð góðu gengi í upphafi tímabils, sé ekki beysinn pappír þegar allt kemur til alls. Samábyrgðin fyrir gengi liðsins er engin þó allir brosi þegar vel gengur. Ég vil meina að þessi (Keflavík-Grindavík) blanda sem í liðinu er, sé meira en lítið görótt bras. Leikirnir á morgun hefjast kl. 20 sem og leikur Njarðvíkinga og KR á föstudagskvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024