Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokaskýrslan afhent í gær
Fimmtudagur 23. desember 2004 kl. 11:27

Lokaskýrslan afhent í gær

Lokaskýrsla flugslysaæfingarinnar á Keflavíkurflugvelli var afhent í gær. Æfingin sem haldin var 6. nóvember var mjög viðamikil en skrýslan var afhent fulltrúum lausnaraðila í húsnæði Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og kynnt þar stuttlega.

Um er að ræða hnitmiðað og aðgengilegt efni um þá þætti æfingarinnar sem vel tókust og þá sem voru miður góðir. Lögð var áhersla á áframhaldandi vinnu við gerð endanlegrar flugslysaáætlunar (FFK) og er markmið ábyrgðaraðila að þeirri vinnu verði lokið í apríl á komandi ári. Einnig setja ábyrgðaraðilar sér það að marki að lögð verði fram æfingaáætlun fyrir einstakar einingar fram til haustsins 2006 þegar fyrirhugað er að halda aðra stóra æfingu.

Fundarmenn voru sammála um lærdómsgildi æfingarinnar og mikilvægi góðrar þjálfunar þeirra viðbragðsaðila sem eiga hlutverki að gegna ef flugslys ber að höndum.

Lokaskýrslan verður birt á vef FMS, www.caa.is.

Heimild: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024