Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokar ekki á einkarekna heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ
Mánudagur 22. júní 2009 kl. 16:31

Lokar ekki á einkarekna heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist ekki loka á neinar hugmyndir um aðstöðu fyrir einkareknar skurðstofur í Reykjanesbæ fyrir erlenda sjúklinga sem sæki læknisþjónustu hingað til lands. Þetta kemur fram á www.dv.is í dag.

Ögmundur svaraði Magnúsi Orra Schram um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag og sagði að þeir aðilar sem hygðust veita læknisþjónustu fyrir útlendinga á Suðurnesjum hefðu haft samband við sig. Málið væri ekki einfalt því almanantryggingakerfin innan Evrópusambandsins ættu að greiða og deilt væri um það hvernig fara ætti með heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Þá yrði þjónustuan að geta treyst á þjónustu sjúkrahúsa hér á landi ef á þyfti að halda. Hann vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um heilsutengda heilbrigðisþjónustu og kvaðst ekki útiloka neitt.

Magnús Orri sagði að hugmyndin væri að nýta vannýttar en fullkomnar skurðstofur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ og hugsanlega gæti framtakið skapað allt að 300 störf. Ekki veitti af verðmætaaukningu af þessum toga. Auk þess fengi ríkið borgað fyrir þá þjónustu sem það veitir.

Róbert Wessman, áður forstjóri Actavis, og fyrirtæki hans Salt Invest er er í samstarfi við Mayo Clinic um að hefja rannsóknir hér á landi á þjóðfélagshópum með það að augnamiði að koma í veg fyrir eða draga úr tíðni tilekinna sjúkdóma. Róbert hefur einnig lýst áformum um að koma á fót meðferð fyrir erlenda offitusjúklinga sem fluttir yrðu til landsins, segir í frétt DV.

www.dv.is



Mynd frá nýrri skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.  Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024