Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokanir og takmarkanir á umferð á Ljósanótt
Þriðjudagur 28. ágúst 2018 kl. 09:50

Lokanir og takmarkanir á umferð á Ljósanótt

- frítt í strætó frá fimmtudegi og fram á laugardagskvöld

Nokkuð er um lokanir á götum í miðbæ Keflavíkur yfir Ljósanæturhátíðina. Á meðfylgjandi korti má sjá hvernig lokanir verða. Þær eru tvennskonar. Annarsvegar þungar lokanir, merktar með rauðum lit og léttar lokanir, merktar gular.
 
Stefnt er á að setja þungu lokanirnar á fimmtudaginn kl. 18 og verða þær alla hátíðina, Léttar lokanir verða svo settar upp eftir þörfum á föstudag og laugardag. 
 
Þá verður svið á miðri Tjarnargötu við portið á H30 og fer það upp á fimmtudag kl. 18. Þar verða einnig takmarkanir á umferð. 
 
Vegna lokana má búast við þónokkrum umferðartöfum og takmörkunum yfir hátíðina. 
 
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá umhverfissviði Reykjanesbæjar hvetur íbúa til að nota Ljósanæturstrætó en frá kl. 18 á föstudag byrjar hann að aka samkvæmt annarri tímatöflu og verður síðasta ferð föstudag og laugardag um miðnætti frá Krossmóa. Frítt verður í strætó dagana 29. ágúst til miðnættis laugardagsins 1. september.

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljósanætur undir Hagnýtar upplýsingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024