Lokagöngu sumarsins flýtt
-gengið á Þorbjörn
Reykjanesgönguferðir hafa flýtt lokagönguferð sumarsins fram á þriðjudag vegna veðurs en að þessu sinni verður gengið á Þorbjörn.
Gengið verður upp Gyltustíg í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi fjallsins og komið niður við skógræktina á Baðsvöllum.Ýmislegt er í boði í þessari gönguferð m.a gott veður, góður félagsskapur og nestispakki frá veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu
Gangan tekur 2 – 3 klst og lagt er af stað frá Vesturbraut kl. 19:00. Göngufólk frá Grindavík getur hitt hópinn við rætur Þorbjarnarfells vestan megin.