Lokafrágangur við Norðurgarð í útboð
Framkvæmdir við Norðurgarð, nýju bryggjuna í Grindavík og aðstöðu tengda henni eru langt á veg komnar og munu framkvæmdir við lokafrágang verða boðnar út á næstunni. Á þeim að vera lokið fyrir bæjarhátíðna Sjóarann síkáta, að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra í Grindavík.
Framkvæmdum við nýtt vigtarhús er að ljúka þessar framkvæmdir gjörbylta aðstöðunni við höfnina.
---
VFmynd/elg