Lokaði á alla umferð frá Leifsstöð!
Vegfarendur eru beðnir um að vara sig á ökumanni þessarar bifreiðar - sérstaklega ef þetta er kunnátta hans í umferðarmerkingum. Þessari bifreið var lagt þannig að aðrir bílar áttu í erfiðleikum með að komast um við komuhlið Leifsstöðvar í gær. Risastórt merki um að bannað sé að stöðva ökutæki virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem ók eða lagði þessum bíl, sem stóð mannlaus þegar ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi mynd. Vonandi að ökumaðurinn hafi gengið aftur fyrir bílinn, því annars hefði hann örugglega gengið á skiltið, svo stórt og áberandi er það.Svona gerum við ekki í umferðinni og sérstaklega ekki þar sem erfitt er að komast um. Sýnum tillitssemi í umferðinni og allt gengur betur!